Forvarnir

Sameiginlegur hagur beggja aðila

Mesti sparnaðurinn í tryggingum felst í því að koma í veg fyrir tjón því viðskiptavinurinn ber alltaf ákveðinn hluta tjónsins sjálfur með eigin áhættu, fyrir utan öll þau persónulegu verðmæti sem tapast og aldrei er hægt að fá bætt að fullu.

Vatnsskaði

Vertu með á hreinu hvar loka skal fyrir vatnsinntak. Gott er að merkja þann krana vel ef til þess kæmi að einhver annar en þú þyrfti að loka fyrir vatnsstreymið.

Athugaðu að ef vatnslagnirnar eru breiðar getur tekið langan tíma fyrir vatnið að hætta að leka eftir að skrúfað hefur verið fyrir. Þess vegna er nauðsynlegt að vera viss um að skrúfað sé fyrir réttan krana.

Vatnsskynjari fæst í vefverslun Tryggingamiðstöðvarinnar (móður Elísabetar).

Gættu þess að loka vel öllum gluggum eða halla þeim þannig að engin bleyta komist inn því tjón af utanaðkomandi vatni, eins og rigningu eða snjó, er ekki bætt úr fasteignatryggingunni.

Fylgstu vel með dropum sem kunna að leka úr leiðslum í vöskum í eldhúsi, baðherbergjum og þvottahúsi. Það er ástand sem verður ekki betra með tímanum, heldur er yfirleitt fyrirboði um eitthvað meira og verra.

Gott er að skrúfa fyrir kranann að þvottavél á milli þess sem hún er í notkun, það er óþarfi að hafa þrýsting á kerfinu ef þvottavélin er ekki í notkun. Mundu bara að opna fyrir þegar þú þværð þvott... því þessar vélar eru ekki gerðar fyrir þurrhreinsun á fötum.

Hér sérðu YouTube myndband um forvarnir gegn vatnsskaða.

Forvarnir gegn vatnstjóni (á ensku)

Bruni

Skiptu reglulega um rafhlöðu í reykskynjaranum þínum. Hafðu það t.d. hluta af jólaundirbúningnum.

Athugaðu að yfirleitt þegar kertin á jólakransinum eru orðin stutt er kransinn líklega orðin skraufþurr og mjög eldfimur. Þannig eykst eldhættan mikið eftir því sem nær dregur jólum.

Nauðsynlegt er að úða kertaseríur (jólakransa) með eldvarnar-úða áður en kveikt er á þeim fyrst.

Athugaðu að optískur reykskynjari á að vera nálægt eldhúsi og jónískir reykskynjarar alls staðar annars staðar. Sjá muninn á optískum og jónískum reykskynjurum.

Einmitt núna er besti tíminn til að kaupa eldvarnarteppi og slökkvitæki, en ekki þegar eldurinn hefur kviknað, því þá hefur þú um annað að hugsa.

Innbrot

Það er sagt að besta leiðin til að verja heimilið gegn innbrotum er að reyna að hugsa eins og innbrotsþjófur.

  • Láttu líta út fyrir að þú sért heima.

  • Fullur póstkassi eða dagblaðabunki á gólfinu við hurðina gefa til kynna að þú sért í burtu í fríi. Biddu einhvern um að taka póstinn og blöðin reglulega.
  • Tóm ruslafata í langan tíma gefur til kynna að þú sért í burtu í fríi. Biddu nágrannann um að henda sínu rusli í þína ruslatunnu líka á meðan þú ert í burtu.
  • Hafðu þjófavarnarkerfi.
  • Læstu alltaf hurðum og líka svalahurðum.
  • Það er engin trygging fyrir því að ekki sé brotist inn hjá þér þó þú búir á 4. hæð. Það er ekkert sem truflar innbrotsþjóf á efstu hæðinni í stigaganginum.
  • Laus stigi við húsið eða stillansar vegna viðgerða eru auðveld leið inn í húsið.
  • Kjallaragluggar eru mjög auðveld leið inn í hús.
  • Leikföng úti í garði gefa til kynna að þú sért ekki í burtu í langan tíma.
  • Ljós inni eða útvarpstæki í gangi gefa til kynna að einhver sé heima.

 
Að lokum má vísa í nokkur forvarnarmyndbönd sem gott er að kíkja á:

Auðskiljanleg og aðgengileg forvarnarsíða (á dönsku)

Forvarnir gegn innbrotum (á ensku)

Forvarnir gegn innbrotum (á ensku)

Forvarnir gegn innbrotum (á ensku)
Hafa samband