Uppsagnareyðublað

Til að losa gömlu tryggingarnar

Ef þú færð tilkynningu um að ákveðnar tryggingar bíði þess að vera gefnar út eftir umsókn þína á www.elisabet.is, þýðir það að tryggingar séu enn á þínu nafni annars staðar. Til að losa hana þaðan þarf að fylla út uppsagnareyðublað og senda til Elísabetar. Uppsagnareyðublaðið sendist sjálfkrafa á skráð netfang allra þeirra sem sækja um tryggingu sem ekki er unnt að gefa út strax.

Þú hefur 3 leiðir til að skila inn útfylltu uppsagnareyðublaði:

  1. Fax: 515-2020
  2. Tölvupóstur: elisabet@elisabet.is
  3. Heimilisfang: Síðumúli 24, 108 Rvk eða til umboðsmanna TM út um landið.

Ég hlakka til að fá frá þér eiginhandaráritunina.

Uppsagnareyðublaðið (pdf skjal).

Athugaðu að upplýsingar sem skrifaðar eru inní skjalið vistast ekki, heldur þarf að prenta út skjalið með upplýsingunum í og skrifa svo undir.
Hafa samband