Tryggingar

Tryggingar

Ökutækjatryggingar

Ökutækjatryggingar Elísabetar skiptast í 2 hluta.

1) Lögbundin skyldutrygging samanstendur af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Skyldutrygging bætir tjón sem verður af völdum bílsins og þau slys sem ökumaður, eigandi og aðrir farþegar kunna að verða fyrir. Tryggingataki velur sjálfur óhappagjaldið (eigináhættu).

Skyldutrygging

Tryggingin bætir:

 • Allt tjón sem stafað getur af notkun ökutækisins er bætt, hvort sem þú keyrir á annan bíl eða mannvirki eða óvart skellir hurð bílsins í annan bíl.
 • Allir sem verða fyrir slysi af völdum ökutækisins fá bætur samkvæmt skaðabótalögum, sama hvort ökumaður bílsins er í rétti eða órétti.
 • Bíllinn þinn er tryggður þó að annar en eigandi bílsins keyri. Ökumaðurinn verður þó að keyra með vitund eiganda bílsins og hafa gilt ökuskírteini.
 • Farangur annarra en eiganda og ökumanns er bættur verði hann fyrir tjóni. Þú ert tryggður jafnvel þó að þú keyrir á aðra bifreið í þinni eigu.
 • Þú ert tryggður í akstri erlendis, EES og Sviss að hámarki í 90 daga. Nauðsynlegt er þó að eigendur sæki grænt kort (alþjóðlegt vátryggingarkort) til TM í Síðumúla áður en haldið er af stað.

Tryggingin bætir ekki:

 • Skemmdir á eigin bíl, munum eða húsnæði eru ekki bættar.
 • Eigin verðmæti ökumanns í bílnum eru ekki bætt.
 • Ef um vítavert gáleysi eða ásetning er að ræða á TM endurkröfurétt á eiganda.
 • Ef ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar á TM endurkröfurétt á eiganda.

2) Kaskótrygging bætir tjón á þínum bíl ef þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að ökutjóninu. Sama gildir um utanaðkomandi bótaskyld tjón sem valda skemmdum á ökutækinu t.d. við árekstur, bílveltu, óveður eða snjóflóð. Þú velur sjálfur eigin áhættu sem er sú upphæð sem þú berð í hverju tjóni. Kaskótrygging tekur mið af verðmæti bifreiðar.

Kaskótrygging

Tryggingin bætir:

 • Tryggingin bætir eigið tjón á bifreið vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur- og vatnsflóðs.
 • Tryggingin bætir tjón vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Tryggingin greiðir flutning og björgun á ökutæki eftir tjón.
 • Tryggingin greiðir bílaleigubíl í allt að 5 daga verði bíllinn þinn óökufær eftir tjón.

Tryggingin bætir ekki:

 • Tjón er ekki bætt ef um vítavert gáleysi eða ásetning, svo sem ölvun við akstur eða lyfjanotkun er að ræða.
 • Ef tjón stafar af sandfoki eða náttúruhamförum.
 • Ef hjólabúnaður eða undirgrind skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Tryggingin bætir ekki þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, til dæmis hjólkoppum og ljósabúnaði.

Sjá skilmála bílatrygginga

 

Heimilistryggingar

Heimilistrygging Elísabetar bætir m.a. tjón á innbúi, tjón af völdum slysa, örorku og andláts í frítíma og bótaskyld tjón sem heimilisfólk veldur öðrum, tjón vegna kortasvika, fjárhagslegt tjón vegna brottflutnings úr húseign og fleira. Tryggingin er ekki jafn víðtæk og algengustu heimilistryggingar. Hún er ódýr og hentar t.d.fólki sem þarfnast ekki ferðatrygginga. Í boði er einnig tækjakaskó sem er sambærilegt hefðbundnu innbúskaskó en hefur þó ekki eins víðtækt bótasvið.

Heimilistryggingar

Innbú

Tryggingin bætir:

 • Tjón vegna bruna, eldsvoða, eldingar eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum.
 • Skemmdir af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum hússins og tækjum tengdum þeim, þó ekki niðurföllum eða þakrennum.
 • Tjón vegna þjófnaðar við innbrot í læsta íbúð eða bifreið. Það skilyrði er þó sett að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn.
 • Skemmdir sem verða á innbúi af völdum þess að munir úr innbúi detta niður og brotna án utanaðkomandi áhrifa.

Tryggingin bætir ekki:

 • Tjón frá glóð vegna tóbaksreykinga og eldstæða
 • Tjón af völdum utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða eða snjóbráðar eða vatns sem þrýstist upp úr skólpleiðslum.
 • Tjón sem verður þegar eigandi gleymir eða umgengst þannig að við missi mætti búast.
 • Tjón vegna þjófnaðar á eða úr tjöldum og tjaldvögnum. Einnig úr ólæstum vistarverum og farartækjum.
Slysatrygging frítíma

Tryggingin bætir:

 • Slys sem verða við almenna íþróttaiðkun
 • Tannbrot vegna slysa.
 • Dánar og örorkubætur.

Tryggingin bætir ekki:

 • Slys sem verða í vinnu eða af völdum vélknúins ökutækis sem skráningarskylt er á Íslandi.
 • Slys í áhættuíþróttum, svo sem teygjustökki og fjallaklifri.
 • Slys sem 16 ára og eldri verða fyrir við keppni eða æfingar fyrir keppni.

Sjá skilmála heimilistrygginga

 

Fasteignatryggingar

Fasteignatrygging er oft nefnd húseigendatrygging. Hún bætir m.a. tjón á fasteigninni sjálfri, útveggjum, gólfefnum, gleri, hurðum, innréttingum og fleiri naglföstum hlutum sem þú skilur eftir þegar þú flytur. Bótaskyldir tjónsatburðir eru m.a. af völdum vatns, innbrota, skemmdarverka og óveðurs. Fasteignatrygging Elisabetar er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu, hún tekur ekki til ábyrgðatjóna eða tjóna vegna, snjóþunga, asahláku, og skýfalls.

Fasteignatryggingar

Vatnstjón

Tryggingin bætir:

 • Skyndilegan leka úr leiðslukerfum hússins, svo sem frárennslislögnum og vatnsleiðslum.
 • Yfirfall frá vöskum og öðrum hreinlætistækjum.
 • Leka frá frysti- og kæliskápum, þvottavélum, vatnsrúmum og fiskabúrum.

Tryggingin bætir ekki:

 • Tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem úrkomu, snjóbráðar eða frá þakrennum.
 • Tjón vegna stíflu í lögnum utan grunn hússins.
 • Tjón vegna leka með þaki, gluggum eða hurðum.
 • Ef frárennslislögn í grunni fasteignar gefur sig vegna aldurs, missigs eða eðlilegs slits.
 • Þá hluti sem ollu tjóninu, svo sem rörin í húsinu, ofna, tæki eða vinnu við lagfæringu og endurlögn.
Glertjón

Tryggingin bætir:

 • Tjón á venjulegu rúðugleri fasteignar ef það brotnar eða springur eftir að því er endanlega komið fyrir.
 • Kostnað við að loka fyrir gluggann og ísetningarkostnað

Tryggingin bætir ekki:

 • Tjón af völdum byggingaframkvæmda, nema um sé að ræða venjulegt viðhald
 • Móðu á milli glerja
 • Skemmdir af þenslu, vindingi eða ófullkomnu viðhaldi ramma/lista
 • Filmur í rúðum og sandblásningu sem auka verðmæti glersins.
Sjá skilmála fasteignatrygginga

 

Brunatrygging

Brunatrygging fasteignar er lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða. Ef þú ert eigandi fasteignar, íbúðar eða húsnæðis verður þú að brunatryggja þá eign. Vátryggingarfjárhæð er í samræmi við brunabótamat hússins sem unnið er af Fasteignamati ríkisins.

Brunatrygging

Tryggingin bætir:

 • Tjón vegna eldsvoða, eldinga, sótfalls eða sprenginga, svo sem gassprenginga við eldunartæki.
 • Tjón á öllum innréttingum svo sem eldhús- og baðinnréttingum.
 • Tjón á gólfefnum.
 • Tjón á skjólveggjum og pöllum.
 • Tjón á eldavélum.
 • Kostnaður við það að hreinsa og ryðja burt brunarústum.
 • Kostnaður tengdur björgunar- og slökkvistarfi.

Tryggingin bætir ekki:

 • Óbeint tjón, svo sem rekstrartap eða tap húsaleigutekna.
 • Tjón af eldi sem ekki er talinn eldsvoði, svo sem tjón á munum sem verða fyrir eldi eða hita við suðu, upphitun eða reykingu.
 • Tjón sem vátryggingartaki og fjölskylda hans valda af gáleysi eða undir áhrifum áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja.
Sjá skilmála brunatrygginga
Hafa samband